1. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 10:37


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 10:37
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 10:37
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:37
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:37
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 10:37
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:37
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:37
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:37
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:37

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Kjör til formanns og 1. varaformanns Kl. 10:37
Líneik Anna Sævarsdóttir lagði til að kosið yrði að nýju um formann og 1. varaformann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði formaður og Jóhann Páll Jóhannsson 1. varaformaður. Allir viðstaddir studdu beiðnina og var hún því rétt borin fram. Allir viðstaddir kusu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur í embætti formanns og Jóhann Pál Jóhannsson í embætti 1. varaformanns.
Rétt kjörin í stjórn nefndarinnar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður og Jóhann Páll Jóhannsson 1. varaformaður.

2) Starfið framundan á 154. þingi Kl. 10:40
Nefndin ræddi starfið fraumundan.

3) 4. mál - skattleysi launatekna undir 400.000 kr. Kl. 10:42
Málið rætt.

4) Umsagnarbeiðnir á 154. þingi Kl. 10:45
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda. Ákveðið var að heimildin tæki eingöngu til mála þar sem umsagnarfrestur væri hefðbundinn.

5) Önnur mál Kl. 10:48
Áframhald umræðu um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:00